Afrískur kjúklingaréttur

Afrískur kjúklingaréttur
(1)

1-2 msk púðursykur

1 tsk paprikuduft

3 stk hvítlauksrif

2 stk laukur

4 tsk madras karrí

3-4 kjúklingabringur

1/2 tsk kanill

1-2 msk olía

2 tsk cumin

Ofaná:

1 stk Banani

2 sneiðar ananas

20 g kókosmjöl

1/2 stk rauð paprika

1/2 stk græn paprika

Sósa:

3 msk saltminni sojasósa (ef venjuleg þarf að minnka magn)

400 gr niðrsoðnir tómatar

200-300 g ab mjólk/ grísk jógúrt

1 tsk edik

1 tsk pipar

Skera bringurnar í litla bita og léttsteikið á pönnu upp út 1 tsk af olíunni.

Bæta við hvítlauk og lauk til að mýkja í afgangnum af olíunni, blanda þurra kryddinu saman við og hita með lauknum og kjúklingnum í u.þ.b. mínútu. Blanda öllum innihaldsefnum sósunnar út á pönnuna nema jógúrtinni.

Sjóðið í 20 mín við vægan hita.

Lækkið undir, látið jógúrtina út í og leyfið henni að hitna aðeins með sósunni án þess að sjóða.

Ofaná:

Þurrsteikið kókósmjölið, sneiðið bananann og bætið út í kókósmjölið ásamt paprikuræmunum.

Skerið ananasinn í litla bita og bætið út á pönnuna í lokin.

Berið fram í fallegu djúpu fati og látið kókósblönduna yfir réttinn fyrir framreiðslu.

Berið fram með hrísgrjónum og salati.