Amerísku pönnsurnar hennar Brynju

Amerísku pönnsurnar hennar Brynju

1 egg

1 bolli mjólk (möndlumjólk virkar líka)

1/2 dl smjör

1 1/4 bolli hveiti (170 g)

2 msk sykur

2 msk lyftiduft

1/2 tsk salt

Til að taka af allan vafa þá eru í alvöru 2 matskeiðar af lyftidufti í þessari uppskrift, þetta var ekki innsláttarvilla.

Hrærið öllu saman og setjið vel af smjöri á pönnu. Takið meðalstóra ausu og búið til klessu sem er u.þ.b 10-15 cm í þvermál. Þegar það er búið að bakast aðeins og má sjá að kantarnir eru orðnir eldaðir og loftólur fara ap myndast á yfirborði pönnukökunnar er kominn tími til að snúa henni við. Bætið smávegis smjöri á í hvert skipti sem þið setjið nýja pönnuköku á pönnuna.

Berið fram með Jack Daniels hlynsírópi (eða bara venjulegu hlynsírópi)

Jack Daniels hlynsíróp er gert svona:

1/3 flaska af hlynsírópi er sett í pott og smá skvetta (td. 1-2 msk af JD er hitað saman í potti þar til að sírópið er farið að sjóða og þykkna aðeins. Best að bera það fram heitt með pönnukökunum.