Appelsínuís

Appelsínuís

3 appelsínur

150 g flórsykur

1 lítil dós sítrónujógúrt (115g)

150 ml rjómi, þeyttur

2-3 msk appelsínulíkjör (má sleppa)

sítrónusafi úr einni sítrónu

Skera lok ofan af appelsínunum og skafa aldinkjötið úr. Appelsínusafinn og aldinkjöt er maukað vel saman ásamt sítrónusafanum og síðan er hratið sigtað frá.

Frysta tóma appelsínubörkinn ásamt lokinu. Hræra sykurinn við appelsínusafann og blanda að lokum þeyttum rjóma samanvið. Auðveldasta leiðin til að fá ísblönduna létta og ísnálalausa er að sjálfsögðu að setja í ísvel og fylla síðan appelsínurnar með ísnum.

Ef ísvél er ekki til á heimilinu er hægt að setja blönduna í box og inn í frysti en hræra þarf upp í ísnum á 30-60 mínútna fresti þar til rétt áferð er komin.

Getur tekið um 4 klst.