BBQ kjúllaborgari slowcooker

BBQ kjúllaborgari slowcooker

Þessi er svo vandræðalega einfaldur að hann telst varla sem uppskrift. Eina sem þarf til er slowcooker, kjúllabringur og bbq sósa. Hægt er að skutla þessu í pottinn og leyfa réttinum að eldast á meðan farið er til vinnu en þá þarf að passa að stilla pottinn á low.

3-4 kjúklingabringur

1/2 flaska uppáhalds BBQ sósan (Sweet baby Ray)

Hamborgarabrauð

Hrásalat

Hluti sósunnar er settur í botninn á slowcooker pottinum, bringurnar lagðar ofaní og restinni af sósunni sett yfir. Stilla á Low og leyfa bringunum að eldast í 6-8 klst eða á high í 4-6 klst.

Veiða bringurnar upp úr pottinum, tæta í sundur með gaffli og setja aftur í BBQ sósuna í slowcooker pottinum. Leyfa kjúklingnum að vera í sósunni í 15-30 mín áður en borið er fram.

Þetta er borið fram á hamborgarabrauði eða tortilla vefjum með hrásalati og öðru grænmeti sem fólki finnst passa með borgaranum.

Athugasemdir

  • 1/3/2024 2:25:07 PM

    Soffía Ólafsdóttir

    Ég var að fá Air Fryer pott og kann ekkert að elda í honum er að reyna að lesa mér til. Hvað er "slowcooker pottur" er það annarskonar afbrigðiaf Air Fryer? eða. Ein alveg úti á túni.

  • 1/5/2024 5:45:52 PM

    Erla Steinunn

    Sæl Soffía og takk fyrir fyrirspunina :)
    Slow cooker er allt önnur eldhúsgræja og mjög frábrugðin Air fryer.
    Þegar fólk eldar í slow cooker er verið að hægelda við lágan hita í langan tíma. Algengt er að fólk eldi súpur og pottrétti sem sett er í pottinn að morgni og komi svo heim í tilbúinn mat 8-10 klukkustundum seinna.
    Air fryer er aftur á móti tæki sem notað er við steikingu á mat og tekur mun styttri tíma að elda en við hefðbundna ofnsteikingu.