Baby Ruth

Baby Ruth
(1)

3 eggjahvítur

1 bolli sykur

1 tsk lyftiduft

3/4 bolli salthnetur, gróft saxaðar

20 stk ritzkex maðlað í matvinnsluvél (eða kex í poka + buffhamar/kökukefli).

Stífþeyta eggjahvítuna, bæta við sykrinum í nokkrum skömmtum. Blanda lyftiduftinu, ritzkexmylsnu og söxuðum hnetum við varlega með sleikju.

Hella deiginu í vel smurt form. Baka við 175°c í u.þ.b. 30 mínútur. Setja kökuna á disk og vefja poka utanum á meðan hún kólna (þetta er gert til að kakan fái karamellukenndari áferð). Setjið krem á kökuna eftir að hún hefur fengið að kólna.

Krem:

50 g flórsykur

50 g smjör

100 g súkkulaði

2 eggjarauður

Bræða saman súkkulaði og smjör.

Þeyta eggjarauður og flórsykur.

Láta súkkaulaðið kólna aðeins áður en því er bætt við eggjablönduna. Smyrja kreminu á kökuna.

Kakan er borin fram með Þeyttum rjóma.