Beikonvafðar döðlur

Beikonvafðar döðlur

24 sneiðar beikon

48 stk döðlur

lítil dós rjómaostur

3/4 dl hlynsíróp

1/2 tsk chili flögur

Byrjið á að skera hverja döðlu langsum eins og pylsubrauð og steinhreinsa ef þarf.

Setjið um hálfa teskeið af rjómaosti inn í hverja döðlu.

Skerið beikonið í tvennt og vefjið hverri ostafylltri döðlu í beikon.

Leggið hvern bita á bökunargrind með álpappír undir.

Bakið í 10 mínútur við 200°c.

Setjið hlynsíróp og chili flögur í skál.

Takið döðlurnar úr ofninum og penslið með hlynsírópsgljáanum.

Bakið áfram í nokkrar mínútur eða þar til beikonið er orðið hæfilega stökkt.

Þetta má bera fram strax eða við stofuhita.