Brauðstangir og sósa

Brauðstangir og sósa
(3)

Deigið:

2/3 bollar volgt vatn

1 1/2 msk olía

2 bollar hveiti

1/2 tsk salt

1 tsk oregano

1 tsk ger

2 msk undanrennuduft (má sleppa)

Kryddblandan sem sett er ofaná:

1 msk þurrkaður parmesan

1/2 msk hvítlauksduft

1/2 msk hvítlaukssalt

1/2 msk laukduft

1/2 msk oregano

2-3 msk ólífuolía (til að pensla yfir deigið)

Leysið gerið upp í volgu vatni og leyfið gerinu að freyða áður en hveiti og kryddunum er bætt útí. Hnoðið deigið og látið hefast í a.m.k. 30 mín.

Rúllið síðan deignu út á borði í 2 cm þykkt. Skerið deigið í renninga (2x12 cm) og látið hefast á bökunarpapírsklæddri plötu þar til deigið hefur tvöfaldast að stærð.

Penslið stangirnar að lokum með olíu og stráið kryddblöndunni ofaná. Bakið við 175°c í 12-15 mín.

Sósan:

70 g tómatmauk (pureé)

1 dl vatn

1/2-1 msk italian seasoning

1-2 tsk oregano

1/2-1 tsk hvítlauksduft

Eða:

1 ferna passata

1 tsk sykur

1 tsk oregano

1/2 tsk marjoram

1/2 tsk basil

1/2 tsk hvítlauksduft

1/4 tsk salt

(ég er enn að gera upp við mig hvor sósan er betri)

Athugasemdir

  • 3/31/2017 8:12:37 PM

    Amanda Lind

    geggjað gott ég gæti borðað þetta allt mitt LÍF kv. Amanda Lind vopnafirði 690

  • 2/4/2020 5:04:43 PM

    Telma

    Geggjaððar!!