Cajun kjúklingapasta

Cajun kjúklingapasta
(1)

Kryddblandan:

2 tsk paprika

1 tsk oregano

1 tsk timjan

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk laukduft

1/4 tsk svartur pipar

1/4 tsk hvítlaukssalt

1/8 tsk cayenne pipar

1/2 tsk salt

3 kjúklingabringur, skornar í munnbita stærð

1 msk olía

1 lítill laukur, saxaður

250 g penne pasta

1 dós hakkaðir tómatar

500 ml vatn

2 teningar kjúkingakraftur

100 g léttur rjómaostur

vorlaukur

Byrjið á á því að hita olíu á pönnu og steikja kjúklinginn. Þegar búið er að loka kjötinu (þarf ekki a vera steiktur í gegn) má bæta lauknum út á pönnuna og steikja áfram í 1-2 mín. Þvínæst er kryddum bætt við og steikt áfram í 1 mín. Tómötum, vatni og kjötkraft bætt út á ásamt þurru pastanu. Náið upp suðu og setjið lokið yfir. Leyfið réttinum að sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur eða þar til pastað er soðið. Hrærið af og til svo að pastað nái að soðna í sósunni.

Að lokum er rjómaosti bætt út á og hrært varlega saman við til að fá rjómakennda sósu. Berið fram með sneiddum vorlauk.