Chili con carne
1/2 msk olía
1 laukur, skorinn smátt
1/2 græn paprika, skorin smátt
4 hvítlaukslauf, rifinn
500 g nautahakk
1 msk cumin
1 msk chili
1/2 tsk reykt paprika
1/2 tsk salt
1/4 tsk cayenne pipar (má sleppa)
1/2 dós hakkaðir tómatar
1 ferna passata
1/2 teningur kjúklingakraftur
1/2 teningur nautakraftur
1 dós nýrnabaunir
1/2 dós pintobaunir
1-2 bitar dökkt súkkulaði
Byrjað er á að mýkja laukinn og hvítlauk í olíu og bæta síðan hakkinu við. Þegar hakkið er steikt í gegn má setja kryddin ásamt passata, tómötum, papriku, baunum og kraft. Á þessu stigi má láta réttinn sjóða við vægan hita í 20 mínútur eða sjóða réttin í slow cooker í 4 klst á low. Súkkulaðið er sett út í nokkrum mínútum áður en rétturinn er borinn fram en ekki er gott að láta það sjóða of lengi þar sem súkkulaðið getur orðið biturt ef það er soðið of lengi.
Þessi réttur er einstaklega góður borinn fram á bakaðri sætri kartöflu en er einnig gott að nota brún grjón í stað kartöflunnar.