Corndogs

Corndogs

pylsupakki

10 trépspjót/grillpinnar

olía til djúpsteikingar

Deig:

1 bolli maísmjöl

1 bolli hveiti

3 tsk lyftiduft

örlítið salt og pipar

2 msk sykur

2 msk hunang

1 egg

1,25 bolli ab-mjólk

Byrjið á að blanda saman deigið í skál. Það á að vera mjög þykkt.

Hitið olíuna í 190°c í djúpsteikingarpotti eða stórum potti.

Mér finnst best að skera hverja pylsu í tvennt.

Þerrið pylsurnar vel með eldhúspappír og setjið deigið í hátt glas.

Stingið grillspjóti í hverja pylsu.

Dýfið hveri pylsu í deigið og djúpsteikið í 3-4 mín eða þar til deigið hefur tekið fallegan gylltan lit.

Látið olíuna drjúpa af á eldhúspappír. Berið fram með tómatsósu og sinnepi.