Drottningarkaka

Drottningarkaka

Eldri dóttir mín tók ástfóstri við þessa tilteknu köku eftir óteljandi afmælisveislur í Bretlandi og biður alltaf um þessa á afmælinu sínu.

200 g mjúkt smjör

200 g sykur

4 egg

200 g hveiti

2 tsk lyftiduft

2 msk mjólk

Byrjið á að vinna vel saman smjör og sykur. Bætið við eggjunum og þeytið aðeins áfram. Bætið við þurrefnum og mjólk og hrærið saman með sleif.

Skiptið deiginu á milli tveggja smurðra 20 cm hringforma.

Bakið við 190°c í u.þ.b. 20 mín.

Kælið botnana og smyrjið síðan með jarðaberjasultu og smjörkremi. Dustið smá flórsykri yfir kökuna.

Á milli:

smjörkrem úr 100 g smjöri, 140 g flórsykri og 1/2 tsk vanilludropum.

1-2 dl jarðaberjasulta