Englatoppar

Englatoppar

4 eggjahvítur

200 g sykur

200 g kókosmjöl

100 g suðusúkkulaðispænir

1 poki bismark brjóstsykur (pp)

Stífþeytið eggjahvítur og sykur.

Bismark brjóstykur er settur í poka og mulinn smátt með t.d. með kökukefli eða buffhamri. Blandið brjóstsykursmylsnu, súkkulaðispæni og kókosmjöli varlega saman við marengsblönnduna.

Sprautið blöndunni eða setjið með skeið í toppa á bökunarpappír. Athugið að ef þið kjósið að nota sprautupoka verður að hafa víðan stút (eða bara sleppa því að setja stútinn í pokann) og gæta þess að brjóstsykurinn sé malaður afar smátt til að stúturinn stíflist ekki.

Bakið toppana í 10-15 mín eða þar til þeir eru farnir að taka örlítinn lit.