Ferskju hvolfkaka

Ferskju hvolfkaka

Karamella:

50 g smjör

100 g púðursykur

2 ferskjur, vel þroskaðar eða úr dós

Kökudeig:

80 g smjör

80 g sykur

30 g púðursykur

1 egg

1 tsk vanilludropar

180 g hveiti

1/2 tsk engifer

80 ml mjólk

1/4 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

Byrjið á að hita ofninn i 175°c

Bræðið saman smjör og púðursykur í potti til að gera karamellusósu. Leyfið sósunni að kólna aðeins. Á meðan er hægt að skera ferskjurnar í sneiðar.

Hellið síðan karamellusósunni í botninn á smurðu formi og raðið ferskjusneiðunum þar yfir.

Í hrærivélaskál er mjúkt smjör, sykur og púðursykur unnin vel saman, eggi bætt út í og þeytt vel. Vanilludropum, mjólk og þurrefnum er hrært varlega samn við með sleif og er smurt að lokum yfir karamelluávextina í forminu.

Bakið í miðjum ofni í 40 mín eða þar til prjónn kemur hreinn út ef stungið er í miðju kökunnar.

Leyfið kökunni að kólna áður henni er hvolft yfir á disk.

Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.