Fiskibollur

Fiskibollur
(2)

400 g þorskhnakkar

1 1/2 dl hveiti (90 g)

1/2 dl kartöflumjöl (30 g)

1 tsk lyftiduft

1 1/2 tsk salt

1/2 tsk pipar

2 tsk aromat

2 egg

6 msk mjólk

Olía til steikingar

4 dl vatn til að sjóða bollurnar

Hakka fiskinn í matvinnsluvél. Blanda öllum þurrefnum saman og hræra fiskinum, eggi og mjólk saman við.

Móta bollur með matskeið og steikja á pönnu á öllum hliðum þar til bollurnar hafa tekið fallegan lit.

Bætið vatninu út á pönnuna og sjóðið við vægan hita í 12 mínútur undir loki.

Veiðið bollurnar uppúr og setjið 1 tening nautakraft og hveitihrising (2 msk hveiti og vatn hrist saman) ásamt smá sósulit. Látið sjóða í 2-3 mínútur og látið síðan bollurnar aftur út í.

Berið fram með soðnum kartöflum.