Fiskikarrí

Fiskikarrí

800 g fiskur

safi úr 1 lime

1/2 tsk túrmerik

2 tsk paprika

1 tsk svört piparkorn

1/4 tsk rauð chili þurrkuð

1 tsk kóríander fræ

1/2 tsk karrí

1-2 msk olía

2 stk karrílauf

1 tsk brún sinnepsfræ

1 laukur saxaður

4 hvítlauksgeirar

2 msk rifið engifer

Lítill rauðlaukur, skorinn smátt

2 dl kókosmjólk

1 msk kókosmjöl

200 g grænar belgbaunir, skorið í þrennt

Fiskur marineraður upp úr limesafa, turmeric og papriku í 15 mínútur.

Þurr-rista krydd í 30 sekúndur á heitri pönnu og mala síðan. Steikja sinnepsfræ upp úr olíu og bæta við lauk þegar fræin byrja að poppa.

Þegar laukurinn er farinn að mýkjast er bætt við kókosmjólk og möluðum kryddum. Bæta út í karrýlaufum og smá vatni eftir þörfum. Látið sjóða við vægan hita í 5-10 mín.

Fisknum er bætt út á pönnuna ásamt belgbaunum þegar sósan hefur náð ásættanlegri þykkt og áferð. Fiskurinn er eldaður í gegn (tekur oftast um 2-3 mín). Kókosmjöli stráð yfir fiskinn og borið fram með hrísgrjónum.