Fiskitaco með melónu- og ananassalsa

Fiskitaco með melónu- og ananassalsa
(1)

Salsa

1 1/2 bolli kantalópa (netmelóna)skorin í bita

1 bolli ananas skorinn í bita

1/4 bolli rauðlaukur skorinn í bita

1 rauður chilli, fræhreinsaður og skorinn í bita

2 stórir jalapenos, fræhreinsaður og skorinn í bita

safinn úr 1/2 lime

klípa af salti

Fyrir tacos:

500 g hvítur fiskur (td. tilapia)

2 msk olífuolía

1/2 lime

Salt

Pipar

1/2 tsk chilli duft

rifið rauðkál

Borið fram með litlum tortilla pönnukökum sem hver og einn fyllir sjálfur á með fiski, káli og salsa

Blanda saman öllu í salsa og geyma í ísskáp þar til á að nota. Penslið olíu á flökin, kreistið lime yfir og krydda með chilli, salt og pipar.

Eldið á hvorri hlið í 4-5 mín,þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Berið fram með salsa og rifnu rauðkáli.