Fiskur í karrísósu

Fiskur í karrísósu

1 msk olía

1 lítill laukur, smátt saxaður

2 cm bútur engifer, rifinn

2 rif hvítlaukur, pressaður

1 msk milt karríduft

200 ml kókosrjómi eða kókosmjólk

1/2 tsk túrmerik

1/2 kubbur grænmetissoð

200 ml vatn

1/2 rauð paprika, skorin í litla bita

3-4 flök hvítur fiskur, skorinn í bita

1 rautt chili, sneiddur þunnt

1 lime, skorið í báta

Byrjið á að mýkja lauk í olíu við miðlungs hita. Þegar laukurinn er orðinn glær má bæta við hvítlauk og engifer. Steikið áfram í 1-2 mínútur.

Bætið við papriku og karrídufti og steikið í eina mínútu til viðbótar.

Hellið kókosmjólk, vatni, túrmerik og grænmetiskrafti út á pönunna og leyfið að krauma við lágan hita í 10-15 mínútur.

Setjið fiskinn út í sósuna og sjóðið í 6-8 mínútur.

Stráið chili yfir réttinn.

Berið fram með lime bátum og soðnum basmati grjónum.

Athugasemdir

  • 4/16/2023 11:02:23 PM

    Árni

    Hi frá Kanada, profaði uppskriftina í kvöld, alveg frábært. Takk fyrir.

  • 4/21/2023 12:26:55 PM

    Erla Steinunn

    Gaman að heyra Árni. Þessi uppskrift er einmitt í miklu uppáhaldi  hjá minni fjölskyldu.