Frönsk súkkulaðikaka með súkkulaðibráð

Frönsk súkkulaðikaka með súkkulaðibráð

4 egg

2 dl sykur (170 g)

1 dl hveiti (60 g)

200 gr síríus súkkulaði

200 gr smjör

Bræðið súkkulaði og smjör saman yfir vatnsbaði. Leyfið blöndunni að kólna aðeins á meðan unnið er með önnur innihaldsefni.

Smyrjið lausbotna form (26 cm) með smjöri og dustið hveiti yfir. Einnig er hægt að klippa út hring af bökunarpappír og setja í botninn til að auðveldara sé að ná kökunni úr forminu. Forhitið ofninn í 180°c.

Egg og sykur þeytt saman í 2-3 mínútur þar til blandan verður létt og ljós.

Sigtið hveitið út í skálina og hellið súkkulaðiblöndunni saman við. Hrærið varlega saman með sleikju til að loftið fari ekki úr deiginu.

Bakið við 180°c í miðjum ofni í 35-40 mín.

Súkkulaðihjúpur:

100 gr suðusúkkulaði

50 gr smjör

1 msk síróp.

Hitið saman í potti og hrærið stöðugt í á meðan en gætið þess að blandan sjóði ekki.

Súkkulaðihjúpnum er hellt yfir kökuna þegar hún hefur náð að kólna.