Glútenlaus súkkulaðikaka

Glútenlaus súkkulaðikaka

200 g self rising glutenfrítt-hveiti

120 g sykur

1 msk hörfræ (fínmöluð, glúteinlaus)

3 msk kakó (glútenlaust)

300 ml kókósmjólk

50 ml brætt smjörlíki

½ tsk af vanillu

Byrja á að hræra saman þurrefnin og svo í sér skál hræra saman blautefnum, blanda síðan öllu saman og hræra vel saman.

Setja í smurt form og inn í ofn á 200° í 30 mínútur eða þar til kakan er fullbökuð .

Súkkulaðibráð:

2 msk smjörlíki

2 msk kakó

½ tsk vanilla

1,5 dl flórsykur

½ msk kókosmjöl

Smá klípa kókosmjöl til að setja á toppinn

Bræða smjörlíki í potti við lágan hita. Þegar smjörlíkið hefur bráðnað má bæta vanillu og kakódufti út í. Bætið síðan flórsykrinum út í , hálfan desilítra í einu og hrærið vel saman. Takið af hitanum og leyfið að kólna aðeins. Hellið yfir kökuna. Stráið örlitlu kókosmjöli yfir súkkulaðbráðina ef vill.