Glútenlausar piparkökur

Glútenlausar piparkökur

2,8 dl GF hveiti

½ tsk matarsódi

1/8 tsk salt

¼ tsk negull

½ tsk kanill

½ tsk engifer

75 g mjúkt smjör

0,6 dl sykur

0,6 dl púðursykur

1 egg

1 ½ msk síróp

smá pipar (á hnífsoddi)

Öll þurrefni sett saman í skál og blandað vel.

Í annarri skál á að þeyta saman smjör, sykur og púðursykur. Bæta svo við eggi og sírópi. Hrært þar til allt er vel blandað saman.

Setjið þurrefnin út í og hrærið saman með sleif. Kælið deigið í a.m.k. klukkustund áður en unnið er með deigið.

Best er að fletja deigið út á milli arka af bökunarpappír.

Bakið kökurnar í u.þ.b. 10 mínútur við 180°c hita.