Grænt chili herra Olivers

Grænt chili herra Olivers
(1)

1 tsk ólífuolía

500 g svínahakk

1 tsk salvía

salt og pipar

1 laukur gróft saxaður

2 hvítlauksrif, söxuð fínt

1 græn paprika gróft saxað

3 litlir grænir chilialdin gróft saxað

2 stórir tómatar skornir í litla bita

Romaine kál

1/3 búnt fersk mynta

2 vorlaukar

10 litlar hveiti tortilla kökur

1 lime (má sleppa)

sýrður rjómi til að bera fram með

Steikja hakkið upp úr smá olíu, salvíu ásamt salti og pipar. Bæta við lauk, hvítlauk, papriku og chili. Steikja við háan hita í 15 mínútur eða þar til allur vökvi er gufaður upp og allt er að taka á sig gylltan lit. Bæta þá við tómötum og 1 dl af vatni út á pönnuna. Lækka hitann undir pönnuni og leyfa þessu að þykkna

Skerið á meðan kálið gróft og saxið myntulaufin

Þegar borið er fram er gott að velgja aðeins tortilla kökurnar og hræra helmingnum af myntunni út í chiliréttinn ásamt límónusafanum.

Þrýstið tortillakökunni niður í skálar og setjið chili þar ofaná, dreifið káli og myntu yfir ásamt sýrðum rjóma og vorlauk. Gott að kreista meiri lime safa yfir...

Snilld með köldum bjór.