Gulrótarkaka mjólkur- og eggjalaus

Gulrótarkaka mjólkur- og eggjalaus
(1)

3/4 bolli og 2 msk hveiti (125 g)

1/2 bolli sykur (40 g)

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

1/4 tsk kanill

1/8 tsk negull

1/8 tsk múskat

1/3 bolli rifnar gulrætur

1/4 bolli rúsínur (40 g)

1/4 bolli pistasíuhnetur(eða valhnetur) (30 g)

3 msk olía

1/2 bolli vatn

1/2 tsk vanilludropar

1/2 tsk eplaedik

Þurrefnunm blandað saman og blautu bætt saman við. Sett í smurt form (ég nota 930 ml lítið skúffuköku álform).

Baka við 175°c í 35-45 mín. Best að prófa að stinga á kökuna með prjóni til að sjá hvort hún sé tilbúin.

Þegar kakan hefur kólnað má setja vanillusmjörkrem á hana úr mjúku smjörlíki, flórsykri og vanilludropum.

Ef maður vill hafa hana tveggja hæða er minnsta málið að tvöfalda uppskriftina og setja í tvö hringlaga álform. Hún er afskaplega flott á veisluborðið þannig.