Gumbo

Gumbo

4 msk canola olía

50 g hveiti

1 pakki kielbasa pylsur

1 græn paprika

2 stilkar sellerí

1 laukur

2 lauf hvítlaukur

2 teningar kjúklingakraftur

1 líter vatn

1 lárviðarlauf

1-2 msk cajun krydd

rækjur (settar út í í lokin)

Byrjað er á að hita saman í potti olíu og hveiti ásamt salti og pipar. Þetta á að hita saman í nokkrar mínútur og hræra stöðugt í á meðan. Blandan dökknar og er tilbúin þegar hún er orðin á litinn eins og súkkulaði. Þeim mun lengur sem blandan er hituð, þeim mun meiri dýpt fæst í sósugrunninn.

Takið af hitanum og leyfið að kólna aðeins. Á meðan er hægt að skera hvítlauk, lauk, sellerí og papriku og setja til hliðar. Skera pylsurnar í sneiðar og steikja á pönnu og taka síðan til hliðar.

Nú má hita sósugrunninn aftur og bæta grænmetinu út í pottinn. Steikja við vægan hita í 5 mínútur og bæta síðan við kjúklingasoðinu, steiktum pylsunum, lárviðarlaufi og cajun kryddi. Leyfið réttinum að sjóða við vægan hita í 45 mín. Bætið að lokum rækjunum út í pottinn og leyfið að sjóða í 2-3 mínútur í viðbót. Smakkið til með salti.

Berið fram með soðnum hrísgrjónum.