Hafrabitar með súkkulaðihjúp

Hafrabitar með súkkulaðihjúp

250 g haframjöl

125 g smjör

125 g ljós púðursykur

75 g síróp

salt á hnífsoddi

100 g Mjólkursúkkulaðidropar til að toppa eftir baksturinn.

Byrjið á að setjabökunarpappír í form og forhita ofninn í 180°c.

Þvínnæst má bræða smjör, síróp og púðursykur í potti. Þegar púðursykurinn hefur náð að leysast upp og blandan er farin að krauma má taka pottinn af hitanum og setja salt og haframjöl út í pottinn. Hrærið vel saman og hellið síðan blöndunni yfir í bökunarpapírsklætt formið.

Bakið í 25-30 mínútur við 180°c.

Þegar kakan er tekin út úr ofninum má dreifa súkkulaðidropum yfir heita kökuna til að þeir bráðni.

Látið kökuna kólna og skerið síðan í bita.