Hamborgarabrauð

Hamborgarabrauð

300 ml volgt vatn

2 tsk þurrger

2 1/2 msk sykur

1 1/2 tsk salt

1 egg

3 bollar brauðhveiti (próteinríkt, t.d. blár kornax)

1/3 bolli hveiti

2 1/2 msk smjör

Einfaldast að skella þessu í brauðvélina en annars er gerið leyst upp með volgu vatni og sykri. Látið gerið freyða (10 mín.). Þurrefnum hnoðað saman við ásamt egginu og smjöri. Látið deigið látið hefast í um klst.

Skipta deiginu í 8 hluta, mótið kúlur og þrýstið aðeins niður á þær svo þær verði aðeins flatari. Láta hefast þar til brauðin hafa stækka um helming. Pensla með eggi sem hefur verið slegið með smá vatni og dreifa sesamfræjum yfir. Baka við 200°c í 15 mínútur.