Heit perubaka

Heit perubaka

2 perur, flysjaðar og skornar í bita

1 msk hveiti

2 msk púðursykur

1/2 tsk kanill

Blanda fyrir toppinn:

1 dl haframjöl

4 msk púðursykur

45 g smjör

1 msk hveiti

1/4 tsk salt

2 msk muldar pekan hnetur

Setjið skornar perur í ofnfat. Stráið hveiti, púðursykri og kanil saman við og hrærið aðeins í perunum.

Í annarri skál er höfrum, púðursykri, salti, smjöri, hveiti og pekan hnetum blandað vel saman. Best er að klípa smjörið saman við með höndunum. Myljið blönduna yfir perurnar. Bakið við 180°c í 30 mínútur. Berið fram heita bökuna með vanilluís.