Hindberja cupcakes

Hindberja cupcakes

Uppskriftin gefur 12 bollakökur

12 fersk hindber

180 g mjúkt smjör

180 g sykur

180 g hveiti

1,5 tsk lyftiduft

3-4 msk mjólk

2 egg

Kremið:

125 g smjör

250 g flórsykur

1-2 msk mjólk

matarlitur, bleikur eða rauður

eitt hindber ofaná hverja köku

Byrjið á að vinna vel saman smjör og sykur.

Bætið eggjunum og mjólk út í hrærivélaskálina og þeytið vel. Sigtið hveiti og lyftiduft út í skálina og hrærið varlega saman við með sleif.

Setjið 2 msk af deigi í hvert muffins pappírsform, setjið ferskt hindber í hvert form og bætið við meira deigi til að fylla hvert form upp að 2/3.

Bakið við 175°c í 15-20 mínútur.

Þeytið saman smjör, flórsykur, mjólk og matarlit til að útbúa kremið og setjið í sprautupoka með stjörnustút.

Leyfið kökunum að kólna alveg áður en þær eru skreyttar með kremi.

Setjið ferskt ber á toppinn á hverri köku í lokin.

Athugasemdir

  • 11/19/2021 2:08:34 AM

    [Nafnlaust]

    Maður veit Ekki  Hvað það eru margar möffins

  • 11/24/2021 3:11:52 AM

    Erla Steinunn

    Takk fyrir ábendinguna, er búin að laga þetta :)