Humar taglietelle

Humar taglietelle

4 hreiður tagliatelle, (um 120 g)

100-200 g skelflettur og hreinsaður humar

1 askja kirsuberjatómatar

nokkur blöð ferskt basil, skorið í strimla

1 tsk olífuolía/

1 msk smjör

1 lauf hvítlaukur, skorin í örþunnar sneiðar

1 msk chipotle mauk

örlítill ferskur sítrónusafi

1 msk rifinn parmesan

Byrjið á að sjóða pasta eftir leiðbeiningum.

Skerið tómatana í tvennt, sneiðið hvítlaukinn í þunnar sneiðar eða rífinn hann fínt. Leggið nokkur basilikublöð saman og skerið í strimla.

Sigtið soðið pasta og takið til hliðar.

Hitið olíu á pönnu og bætiðhvítlaukk, smjöri, humri og tómötum út á pönnuna,. Steikið í 1 mínútu og setjið síðan basil og chipotle mauk ásamt salti og pipar. Steikið þar til humarinn er fulleldapur og setjið þá pastað út á pönnuna. Hitið í 1 mínútu. Setji á diska, rífið parmesan yfir og kreisið örlítið af sítrónusafa yfir. Dreifið örlitlu af fersku basil yfir.