Hveititortillur

Hveititortillur

6 ½ dl hveiti

½ tsk lyftiduft

¼ tsk salt

3 msk olía

2 dl volgt vatn

Blandið öllu saman í skál og hnoðið fyrst með sleif og svo með höndunum þangað til deigið verður slétt og eins að teygja sé í því.

Skiptið í tvo hluta og svo aftur hverjum hluta í þrennt þannig að þið séuð með sex álíka stóra bita.

Fletjið út í kringlóttar kökur .

Hitið pönnu með viðloðunarfríum botni á meðalhita.

Bakið pönnukökurnar í 45 sekúndur til eina mínútu á hvorri hlið eða þangað til bólur byrja að myndast á þeim.

Leggið kökurnar á hreint viskustykki og breiðið vel yfir svo þær harðni ekki.

Geymið í vel lofttæmdum plastpoka ef ekki á að nota þær strax.