Kartöflugratín

Kartöflugratín

1 lítill skarlottulaukur, smátt saxaður

2-3 bökunarkartöflur, flysjaðar og þunnt skornar

3 dl mjólk

100 g rifinn ostur

1/4 tsk hvítlauksduft

klípa mexican chili

nokkrar greinar timjan

salt og pipar

1/2 teningur kjúklingakraftur

2 msk smjör

2 msk hveiti

olía til steikingar

Byrjið á að flysja og sneiða kartöflurnar mjög þunnt. Einfaldast er að nota mandólín til að fá jafnar og þunnar sneiðar.

Mýkið laukinn ó örlítilli olíu á pönnu.

Í potti bræðið smjör og hrærið hveiti saman við til að búa til hveitibollu. Hrærið mjólkinni saman við í smáum skömmtum til að búa til hvíta sósu. Kryddið til með hvítlauksdufti, salti og pipar, myljið kjúklingateninginn út í sósuna.

Smyrjið ofnfat með smjöri.

Raðið helmingnum af kartöflunum í ofnfatið, hellið helimng sóusunnar yfir, stráið yfir lauknum og timjan yfir og helmingnum af rifna ostinum.

Setjið seinni helming af kartöflum yfir, sósuna og þvínæst ostinn.

Breiðið álpappír yfir fatið og bakið við 200°c í 30 mínútur. Takið álpappírinn af fatinu og leyfið að bakast áfran þar til osturinn er farinn að brúnast.