Kjúklingur í panang

Kjúklingur í panang

2 msk Panang curry paste

1 dós kókosmjólk

1 msk olía til steikingar

50 g salthnetur, gróft hakkaðar

3 kjúklingarbringur, skornar bita

1 bakki minimaís

1 dós vatnakastaníur (water chestnuts)

salt eftir þörfum

Við byrjum á því að hita olíuna á pönnu og steikja karrímaukið í 1 mínútu. Bætum síðan við smávegis af kókosmjólkinni út á pönnuna og leysum upp maukið. Restin af kókosmjólkinni er sett út á pönnuna ásamt smávegis klípu af salti og kjúkling. Leyfið þessu að sjóða við miðlungs hita í 20 mínútur undir loki.

Bætið loksins vatnakastaníum og minimaís og látið sjóða áfram í 5 mínútur.

Stráið helmingnum af salthnetunum út á pönnuna.

Berið fram yfir soðnum grjónum og toppið með salthnetum.