Kökubökur

Kökubökur
(2)

Grunnurinn er afar einfaldur

3 egg

1 dl mjólk

180 g hveiti

2 tsk lyftiduft

1 tsk salt

3/4 dl olía

100 g rifinn ostur

Síðan er hægt að velja um fjölbreyttar tegundir fyllinga:

a) Reykt skinka og ólífur

b) Fetaostur og kúrbítur (minnka aðeins vökvann á móti kúrbítnum)

c) Kirsuberjatómatar, basil og fetaostur

d) Lax, paprika og smá dill

Byrjið á að hræra saman eggjum, olíu og mjólk. Bætið þurrefnunum út í og hrærir varlega saman. Bætið við osti og fyllingu í deigið og setjið í bökunarpappírsklætt jólakökuform.

Bakið við 180°c í 45 mínútur eða þar til hleifurinn hefur tekið gylltan lit og er bakaður í gegn.