Kökuskrímslið

Kökuskrímslið

Þessi vekur alltaf lukku. Það er svolítið föndur að útbúa rjómann þar sem ekki fæst blátt kökukrem í sprautuformi hér en það er vel þess virði og jafnvel lystugra að toppa drykkinn frekar með rjóma en smjörkremi eins og gert er í upphaflegu uppskriftinni.

Allt sett í blender:

30 ml Cake vodka

30 ml vanilla vodka

30 ml hvítt súkkulaði líkjör

1 líter vanilluís (fylla upp í hálfan blender)

5 oreo kexkökur

Blanda og hella í kokteilglös (hurricane glös eða poco grande sem er minna kokteilglas)

Toppa með stífðum rjóma (pela af rjóma með msk af flórsykri) með bláum matarlit (duft eða gel litur , alls ekki fljótandi því þá verður rjóminn ekki stífur)

.

Sprauta í glasið með rjómasprautu eða sprautupoka með stjörnustút og skreyta með 1 oreo köku og 2 djúpum eða mentos sem búið er að teikna á augasteina með svörtum kökupenna.

Þessi kokteill er fenginn af síðunni Tipsy bartender en videoið þeirra má finna hér https://www.youtube.com/watch?v=7a0DVO88l_k