Kúmenkringlur

Kúmenkringlur

2 1/2 tsk þurrger

2 1/2 dl vatn

2 tsk hunang

5-6 dl hveiti

1 tsk salt

2 msk kúmen

Vatn, ger og hunang látið saman í skál og leyft að standa í 10 mínútur til að gerið freyði.

Þurrefnin síðan blandað saman við ásamt kúmenfræjum. Best að setja ekki allt hveitið strax þar sem erfitt getur reynst að vinna með deigið ef það verður of þurrt.

Hnoða og leyfa deiginu að hefast í 30 mínútur.

Hitið ofninn upp í 100°c.

Hnoða deigið aftur, skipta í tvennt og rúlla út tvær lengjur (25-30 cm). Síðan eru mótaðar kringlur úr deiginu og þær settar á bökunarpappír. Á þessu stigi má pensla deigið með eggi eða mjólk (má sleppa).

Þá kemur að besta partinum: Hefun í ofni. Kringlurnar eru látnar í 100°c heitan ofninn og þær látnar lyfta sér í 10-15 mínútur. Að þeim tíma loknum má hækka hitann á ofninum í 200°c og kringlurnar bakaðar þar til þær hafa tekið fallegan lit, u.þ.b. 10-15 mín.