Lauflétt kúrbítsbaka

Lauflétt kúrbítsbaka
(1)

300 g rifinn kúrbítur, safinn kreistur úr

3 stk skalottlaukar, smátt saxaðir

hálft búnt graslaukur, skorinn fínt

50 g mozzarella

75 g hveiti

1 tsk lyftiduft

180 ml fjörmjólk

2 egg

1 tsk olífuolía

salt og pipar

1-2 msk rifinn parmesan

Byrja á að stilla ofninn á 190°c

Því næst er kúrbíturinn rifinn á rifjárni og mesti vökvinn kreistur úr, Hægt er að nota hreint viskustykki og vinda vökvann þannig úr en ég hef líka kreist þetta með höndunum og krist lúku fyrir lúku.

Því næst á að blanda við kúrbítinn lauknum, graslauk og mozzarella.

Í annarri skál er hveiti, lyftiduft, mjólk, egg, olíu, salti og pipar blandað saman og svo má blanda þessu vel við kúrbítsblönduna.

Þá er komið að því að undirbúa bökunarmót eða pie disk með því að spreyja hann með olíu (ég nota pam). Blöndunni er hellt í mótið og ferskur parmesan er rifinn yfir áður en sett er inn í ofn. Baka í 30 mínútur.