Matarmikið stromboli

Matarmikið stromboli

120 g volg mjólk

1 tsk þurrger

200 g hveiti

1/2 tsk salt

1 msk olía

Fylling:

12-15 sneiðar pepperoni

6 sneiðar skinka

2 msk ólífur

100 g rifinn mozzarella

4 msk pizzasósa

1/2 tsk pizzakrydd

Byrjið á að útbúa deigið. Velgið mjólkina og leysið gerið upp í ylvolgri mjólkinni. Leyfið gerinu að standa í nokkrar mínútur og bætið síðan við hveiti, salti og olíu.

Hnoðið deigið þar til deigið er sprungulaust. Setjið deigið í skál með örlítilli olíu og setjið lok eða plastfilmu yfir skálina. Leyfið deiginu að hefast í 30 mínútur.

Fletjið deigið út á hveitistráðu borði í 30 x 20 cm ferning.

Setjið sósuna á útflatt deigið en skiljið eftir 1 cm kant án sósu. Stráið osti yfir sósuna og raðið álegginu þar yfir ásamt kryddunum.

Rúllið deiginu upp frá styttri hliðinni og stingið endunum undir deigið til að mynda brauðhleif.

Setjið hleifinn á bökunarpappír og skerið nokkrar rákir í deigið. Stráið smávegis af osti yfir hleifinn ef vill.

Bakið við 200°c í 30 mínútur eða þar til hleifurinn er fallega gylltur og bakaður í gegn.

Berið fram með pizzasósu til að dýfa í.