Matarmikil kjúklinga og kókossúpa

Matarmikil kjúklinga og kókossúpa
(1)

2-3 kjúklingabringur eða afgangs kjúklingakjöt

1 msk ólífuolía

4 stór hvítlauksrif pressuð

3 cm ferskur engifer rifinn

1 rautt chili fínsaxað

1 msk milt karrímauk frá Patakas

1 l Vatn

1 grænmetisteningur

1 kjúklingateningur

1 dós kókosmjólk

1 dós hakkaðir tómatar,(400 gr)

300 g sætar kartöflur skornar í litla bita

smávegis brokkolí og blómkál

1-2 gulrætur

salt og pipar

þurrsteikja kjúklinginn ef hann er ekki eldaður og taka til hliðar.

Steikja saman hvítlauk, engifer og chili í smá olíu ásamt karrímauki. Bæta við vatni, teningum, kókosmjólk og kjúkling ásamt grænmetinu. Ef ég er að nota afgangs kjúkling finnst mér gott að rífa kjúklinginn út í svona eins og gert er við pulled pork. Látið sjóða í 15-20 mín og smakkið til með salt og pipar.