Mexikóskt lasagna

Mexikóskt lasagna
(1)

400 gr nautahakk

1 dós pinto baunir eða refried beans

2 msk taco krydd

1 stór krukka salsa sósa

1/2 græn eða rauð paprika

1/2 rauðlaukur

6 lasagna plötur

100 g rjómaostur

2 msk mjólk

100 g rifinn ostur

Eftir baksturinn:

1-2 græn chili, skorin smátt

sýrður rjómi

vorlaukur, fínt sneiddur

svartur ólífur, sneiddar

tómatur, smátt skorinn

Steikja hakk og krydda með taco seasoning, bæta salsa og grænmeti útá pönnuna og láta malla í nokkrar mínútur á pönnunni.

Þeytið (tilvalið að nota minihakkara eða bara gaffal og smá þolinmæði) saman rjómaost og mjólk til að búa til hvíta sósu sem sett er ofaná efsta lagið og rifinn ostur þar yfir.

Raða hakkrétti og lasagna plötum til skiptis. Enda á hakkrétti og dreifa hvítu sósunni og osti yfir.

Bakið lasagnað í 30-40 mínútur.

Dreifa ólífum, tómat og chili yfir réttinn. Bera fram með sýrðum rjóma og salati.