Mexíkóskur salsafiskur

Mexíkóskur salsafiskur

300 g þorskur

1 msk hveiti salt og pipar

2-3 tsk olía til steikingar

400 g soðin hrísgrjón

1 rauðlaukur

1 paprika

2,5 msk tacokrydd

1 krukka salsasósa

200 g léttur rjómaostur (philadelphia light)

jalapeno úr krukku

100 g rifinn ostur

Sjóða grjónin og setja í botninn á ofnfati.

Skera fiskinn í bita og velta uppúr hveiti ásamt smá salti, pipar og 1/2 tsk af tacokryddi. Léttsteikja upp úr 1 tsk olíu og raða síðan ofaná grjónin.

Skera papriku og lauk í strimla og steikja upp úr 1 tsk olíu. Setja yfir fiskinn.

Blanda saman rjómaosti, salsasósu og restinni af tacokryddinu. Hella yfir fiskinn.

Dreifa jalapeno yfir og rifna ostinum að lokum. Baka við 200°c þar til osturinn hefur tekið fallegan gylltan lit.

Bera fram með fersku salati og ekki er verra að mylja smá torilla flögur yfir.