Milanese kjúklingur

Milanese kjúklingur

2 kjúklingabringur

200 g nýjar kartöflur skornar í tvennt

2 msk sýrður rjómi

1/2 tsk hvítlaukssalt

1 sítróna

1/2 bolli panko brauðmylsna eða 1 ristuð rifin brauðsneið

salat

smá graslaukur

olía til steikingar

Spreyja smá olíu yfir kartöflurnar ásamt smá salti og pipar. Baka í 25 mínútur við 200°c.

Fletja kjúklingabringurnar út í 1/2 cm þykkt með því að setja plastfilmu undir og yfir bringuna og slá með kökukefli eða botni á pönnu.

Blanda sýrða rjómanum ásamt smá salti, pipar og hvítlaukssaltinu. Rífa börk af hálfri sítrónu út í sýrða rjómann.

Seja brauðmylsnuna í sér skál.

Velta kjúklingnum upp úr sýrða rjóma blöndunni og síðan upp úr brauðmylsnunni. Þrýsta brauðmylsnunni vel utan um kjúklinginn.

Steikja kjúklinginn á miðlungs hita upp úr msk af olíu í u.þ.b. 4 mínútur á hvorri hlið.

Klippa smá graslauk yfir kartöflurnar.

Bera fram með kartöflunum, salati og sítrónubátum til að kreista yfir kjúklinginn.

Hægt að gera dressingu fyrir salat með því að blanda 1 msk af sýrðum rjóma, smá sítrónusafa og skvettu af ólifuolíu.