Mömmukökur

Mömmukökur
(3)

125 g smjörlíki

125 g sykur

250 ml síróp (350 g)

1 egg

500 g hveiti

2 tsk matarsódi

1 tsk engifer

Krem (allt þeytt saman):

50 g mjúkt smjörlíki

1 tsk vanilludropar

250 g flórsykur

1 eggjarauða

Byrjið á að hita saman í potti smjörlíki, sykur og síróp. Leyfið blöndunni að kólna áður en eggi er bætt saman við. Sigtið þurrefnin út í blönduna og hnoðið deigið.

Geymið deigið í a.m.k. 4 klst.

Fletjið út deigið og stingið út kökur. Bakið við 180°c í 5-7 mínútur.

Gætið þess að baka kökurnar ekki of lengi, þær eiga að vera ljósbrúnar. Leyfið kökunum að kólna og smyrjið síðan kremi á milli.

Athugasemdir

  • 5/15/2023 11:11:55 AM

    Victor