Naanbrauð

Naanbrauð
(1)

1 tsk sykur

tæp tsk salt

1 tsk þurrger

1-1,5 dl volgt vatn eða mjólk

250-350 g hveiti

1 egg

1 tsk nigella fræ (má sleppa en gefur rosalega gott bragð)

saxaðaur hvítlaukur (má sleppa)

smjör

Byrja á að setja saman sykur, ger og salt í skál ásamt volgu vatni og mjólk. Blanda við eggi og hveiti. Blana nigella fræjum saman við deigið eða strá þeim yfir brauðin fyrir bakstur.

Deigið á að vera blautt og á eftir að klístrast við fingurna þegar það er meðhöndlað. Láta deigið standa í skálinni og jafna sig í 15 mín. Taka smá klípu af deigi í einu og mynda kúlur sem eru svo teygðar og gert þunnt flatbrauð.

Persónulega finnst mér best að baka brauðin eitt til tvö í einu á pönnu á hæsta hita en þá er brauðunum snúið við um leið og það fara að myndast loftbólur í deigið. Síðan eru heit brauðin geymd undir rökum klút þar til þau eru borin fram.

Einnig er hægt að baka brauðin í ofni en þá er eftirfarandi aðferð notuð.

Brauðin eru látin hefast í 20 mínútur á bökunarpappír og á meðan á að hita ofninn í HÆSTA mögulega hita. Bökunarplatan er sett ofarlega í ofninn og brauðið bakað í 2-4 mín (þar til kominn er smá litur á brauðin). Snúa brauðinu við og baka á hinni hliðinni í 1-2 mín. Smyrja strax smá bræddu smjöri yfir brauðin og bera strax fram.