Napoleonskökur

Napoleonskökur

Kremið:

400 ml mjólk

120 ml rjómi

50 g sykur

1 vanillustöng

75 g sykur

6 eggjarauður

45 g maíssterkja

2 msk smjör

120 ml rjómi, þeyttur

1 pakki smjördeig, flatt út og bakað eftir leiðbeinungum neðar í uppskrift.

Byrjið á hita saman í potti mjólk, 120 ml rjóma, 50 sykur og vanillustöng (kljújfið stöngina endilangt, skafið fræin út í pottinn og setjið stöngina líka út í).

Takið pottinn af hitanum, setjið lokið yfir og látið standa í nokkrar mínútur.

Á meðan má þeyta saman eggjarauður, 75 g sykur og maíssterkju.

Bætið heitri rjómablöndunni í smáum skömmtum út í eggjarauðurnar og þeytið á meðan til að koma í veg fyrir að eggin breytist í eggjaköku. Veiðið vanillustöngina upp úr blöndunni og hellið eggja- og rjómablöndunni aftur í pottinn. Hitið varlega að suðu, hrærið stanslaust í þar til blandan þykknar (ætti að taka um 60-90 sekúndur eftir að blandan byrjar að krauma).

Takið af hitanum, setjið í skál og hrærið köldu smjörinu rösklega saman við. Breiðið plastfilmu yfir skálina, þétt upp að búðingnum til að koma í veg fyrir að filmuhúð myndist á búðinginn við kælingu. Kælið búðinginn í að minnsta kosti klukkustund.

Þeytið rjómann og blandið varlega saman við kaldan búðinginn. Setjið í sprautupoka og geymið í kæli þar til á að nota hann.

Þá er komið að því að baka smjördeigið.

Fletjið deigið út í 2 mm þykkt og skerið út renninga með pizzaskera (gott er að nota reglustiku til að mæla jafna bita).

Smyrjið bökunarpappír með olíu og leggið smjördeigshlutana ofaná. Pikkið deigið með gaffli. Stráið örlitlum sykri yfir deigið og leggið aðra olíusmurða bökunarpappírsörk yfir deigið. Leggið aðra bökunarplötu yfir til að koma í veg fyrir að deigið lyfti sér of mikið í ofninum við baksturinn.

Bakið við 200°c í 10-15 mínútur, þegar deigið fer að taka gylltan lit má snúa deiginu við, leggja pappírinn og bökunarplötuna aftur yfir og baka í 5 mínútur í viðbót.

Kælið kökurnar á grind áður en þær eru settar saman:

Byrjið á að blanda saman glassúr og smyrjið þriðjung kexbotnanna sem eiga að vera toppurinn á þriggja laga köku. Nú er komið að því að setja saman kökurnar: Byrjið á að setja kexbotn, sultulag, krem, annar kexbotn, krem og kexbotn með glassúr á toppinn.