Nauta taquitos

Nauta taquitos

Taquitos eru litlar hveiti tortilla kökur með kjötfyllingu. Þeim er rúllað þétt í sívalning utan um fyllinguna og eru venjulega djúpsteiktar. Hér kemur hollari útgáfa af réttinum þar sem einungis brot af olíunni er notað við steikinguna.

400 g nautahakk

1/2 tsk laukduft

1/2 tsk reykt paprika

1/2 tsk oregano

1/2 tsk salt

1 tsk cumin

1 tsk hvítlauksduft

2 tsk milt chiliduft

1-2 dl salsa eða taco sósa

50 g rjómaostur

100-200 g rifinn ostur

12-14 stk litlar maís kökur (corn tortillas)

Steikið hakkið á pönnu og kryddið til með kryddunum. Bætið salsa sósu út á pönnuna ásamt rjómaosti. Blandan má ekki vera of blaut. Takið af hitanum og skiptið á milli ásamt ostinum í kökurnar (2-3 msk í hverja köku). Rúllið upp fylltum maískökunum.

Forhitið air fryer í 200°c. Penslið upprúllaðar kökurnar með olíu og leggið þær með sauminn niður. Bakið í 4 mínútur, snúið kökunum við og bakið í aðrar 4 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar fallega gylltar.

Berið fram með sýrðum rjóma og guacamole.