Oreo bollakökur (vegan)

Oreo bollakökur (vegan)
(1)

120 g hveiti

1/4 tsk matarsódi

1/2 tsk lyftiduft

1/8 tsk salt

1 1/2 msk kakó

80 g sykur

200 ml kókosmjólk

40 ml canola olía

1 tsk eplaedik

1/2 tsk vanilludropar

6 stk gróft saxaðar oreo kökur

Kremið:

100 g smjörlíki

200 g flórsykur

2-4 msk kókosmjólk

1 tsk vanilludropar

Ofaná:

6 -8 stk oreo kökur gróft saxaðar

50 g suðusúkkulaði, brætt til að dreifa yfir toppinn

Byrjið á að stilla ofninn á 175°c.

Blandið þurrefnunum vel saman og bætið við kókosmjólk, ediki, vanillu og olíu. Þegar allt er vel blanda saman má hræra oreokexinu varlega saman við með sleif.

Setjið í pappírsform í hvert hólf á muffinsbökunarforminu og fyllið að 3/4 með deiginu. Bakist í u.þ.b. 25 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út ef stungið er á kökurnar.

Leyfið kökunum að kólna og útbúið kremið á meðan með því að þeyta vel saman smjörlíki og flórsykur, bæta við vanilludropum og að lokum kókosmjólkinni í smá skömmtum.

Kökurnar þurfa að vera búnar að kólna alveg áður en þær eru skreyttar með kreminu.

Toppið kökurnar með kremi, bræddu súkkulaði og muldum oreokökum.