Oreo ostakaka

Oreo ostakaka
(1)

Best er að gera þessa daginn áður og leyfa kökunni að geymast í ísskápnum yfir nótt til að hún haldi betur forminu.

2 pakkar oreo kexkökur

2-3 msk brætt smjör

1 peli rjómi

1 pakki vanillubúðingur td. Royal

1 bolli mjólk

1 tsk vanilludropar

2oo g rjómaostur

1 bolli flórsykur

Skera kexkökurnar í tvennt með beittum hníf. Það þarf 12 helminga og eina heila til að skreyta kökuna. Afgangurinn af kexinu er notað í botninn.

Mala afganginn af kexinu vel í matvinnsluvél og setja í botninn á lausbotna formi. Mér finnst hjálpa að setja bökunatappír í botninn á forminu svo auðveldara sé að losa kökuna úr forminu. Hella smjörinu yfir kexmylsnuna og þrýsta aðeins niður til að kexbotninn haldist saman.

Þeyta rjómann í sér skál

Þeyta í annari skál saman rjómaost og flórsykur

Í þriðju skálinni er þeytt saman búðingsduft, mjólk og vanilludropar.

Blanda að lokum varlega saman rjóma, búðing og rjómaosti og setja yfir kexmylsnubotninn. Skreyta með kexkökunum sem teknar voru til hliðar og geyma kökuna í ísskáp.