Páskaterta

Páskaterta

6 egg

225 g sykur

200 g hveiti

1,5 tsk lyftiduft

3 msk kakó

Egg og sykur þeytt saman þangað til það er orðið létt og ljóst. Hveiti, lyftiduft og kakó sigtað saman, og sett út í. Hrært ofur varlega saman með sleikju.

Bakað í þremur smurðum lausbotna tertumótum við 180°c í miðjum ofni í 20-25 mínútur.

Nutellakrem:

100 g smjör

200 g flórsykur

100 g nutella

40 ml rjómi

1 tsk vanilludropar

Þeytt vel saman

Gult vanillukrem:

200 g smjör

400 g flórsykur

gulur matarlitur

1-2 tsk vanilludropar

mjólk eftir þörfum til að þynna kremið

Þeytt vel saman

Súkkulaðibráð:

100 g suðusúkkulaði og örlítill rjómi

Kælið botnana og smyrjið þá með Nutellakremi á milli.

Smyrjið kökuna að utan með gula vanillu kreminu.

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hrærið rjómanum saman við. Leyfið súkkulaðinu að kólna svolítið áður en því er hellt varlega yfir kökuna (með skeið í smáum skömmtum) og látið drjúpa meðfram hliðum kökunnar.

Skreytið með gulu smjörkremi og páskaeggjum.