Picadillo Cubano

Picadillo Cubano

Picadillo er kúbanskur réttur sem fyrirfinnst í afar mörgum útgáfum en þessi fannst mér afar góð og má alveg breyta uppskriftinni eftir því sem til er í ísskápnum. Ég set ekki salt í uppskriftina þar sem ólífurnar eru frekar saltar og ég kýs að nota mikið af þeim.

250-500 g nautahakk

1/2 paprika, græn eða rauð

2 lauf hvítlaukur

1 lítill laukur saxaður

1-2 tómatar skornir smátt

1/2-1 ferna passata

1/2 tsk kapers, saxað smátt

1 tsk cumin

2 lárviðarlauf

1/2-1 dl grænar fylltar ólífur

smávegis nýmalaður svartur pipar

Hrísgrjón sem meðlæti

Ég byrja alltaf á því að setja grjónin í pott svo þau nái að sjóða á meðan ég elda þennan rétt.

Skera grænmetið og hafa tilbúið til hliðar.

Brúna hakkið á pönnu og bæta síðan við lauk, hvítlauk, tómat og papriku.

Þegar laukurinn er farinn að mýkjast má bæta við passata, lárviðarlaufi, cumin og kapers auk pipar og ólífum. Láta sjóða við vægan hita í 10 mínútur eða þar til grjónin eru soðin.

Svo eru margar útgáfur af réttinum einnig með smátt skornar kartöflur og gulrætur en þá myndi ég bæta við smávegis nautasoði eftir þörfum.

Einnig er algengt að setja lúkufylli af rúsínum og jafnvel grænar baunir.