Pítubrauð ofnbökuð

Pítubrauð ofnbökuð
(1)

1 msk þurrger

2 tsk sykur

400 ml volgt vatn

2 msk olía eða brætt smjör

1/2 tsk tsk salt

500 g hveiti

Leyfa gerinu að freyða í volgu vatni ásamt sykri og olíu (10 mín). Blanda salti ásamt hveiti og hnoða deigið vel saman.

Fletja deigið út með kökukefli. Brjóta saman deigið svo það sé tvöfalt og skera út 10 kringlóttar kökur í u.þ.b. 15 cm í þvermál.

Látið kökurnar hefast í 10-15 mínútur í 80°c heitum ofni. Stillið nú ofninn á hæsta hita og bakið þar til brauðin hafa tekið gylltan lit.

Gott er að leggja brauðin í stafla á disk og setja rakt stykki yfir til að brauðið haldist mjúkt.