Pulled pork soft tacos

Pulled pork soft tacos
(1)

Svínakambur eða svínabógur, um 750 g eftir að hafa verið snyrt

1 laukur

200 ml dökkur bjór (Guinness)

4 msk púðursykur

1 msk sojasósa

1 msk maukað chili í chipotle

1/2 tsk salt

1/2 tsk cumin

2 hvítlaukslauf rifin fínt

1 þurrkaður guajillo chili

Skera laukinn og setja í botninn á slowcooker ásamt hvítlauk, sojasósu, chipotle og guajillo chili.

Snyrta kjötið og nudda púðursykri og kryddum á kjötið. Setja kjötið ofaná laukinn og hella bjórnum yfir. Látið malla í 6 klst á high eða 10 klst á low. Veiða kjötið uppúr pottinum og tæta í sundur með gaffli. Setja vökvann úr slowcookernum í pott og sjóða svolítið niður í u.þ.b. 1,5 dl. Veiða chili uppúr og hella vökvanum yfir kjötið.

Litlar soft tacos eða tortilla vefjur

Hrásalat:

1-2 stk rifnar gulrætur

fínt skorið rauðkál

1 rifið epli

rifinn kúrbítur eða chayote squash ef það er til

smá majones og/eða sýrður rjómi (má sleppa)

salt og lime safi